Björgvin: Þetta var mikið sjokk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 13:58 Þetta var líklega svekkjandi endir á góðu móti hjá Bjögga. vísir/getty „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira