Handbolti

Duvnjak sagður missa af leiknum við Ísland og Króatar kalla sjö leikmenn inn

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson reyna að stöðva Domagoj Duvnjak á heimsmeistaramótinu 2019, þar sem Króatía vann 31-27.
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson reyna að stöðva Domagoj Duvnjak á heimsmeistaramótinu 2019, þar sem Króatía vann 31-27. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH

Króatíska handboltastjarnan Domagoj Duvnjak verður að öllum líkindum ekki með gegn Íslandi á Evrópumótinu á mánudaginn.

Króatar hafa lent illa í kórónuveirusmitum á mótinu og er Duvnjak einn af þeim sem smituðust í aðdraganda mótsins.

Það er þó ekki smitið sem stöðvar Duvnjak í að spila heldur meiðsli í baki, samkvæmt króatíska miðlinum Vecernji. Miðillinn segir að þessi magnaði leikstjórnandi Kiel, sem skorað hefur 694 mörk fyrir króatíska landsliðið, segir að bakverkirnir sem Duvnjak glími við séu einfaldlega of miklir til að hann geti tekið þá áhættu að spila á EM.

Hrvoje Horvat, þjálfari Króatíu, hefur vart haft undan að kalla inn leikmenn eða skipta út vegna kórónuveirusmita eða af því að leikmenn hafa losnað við veiruna.

Hinn magnaði Luka Cindric jafnaði sig af smiti og sýndi strax hvað hann getur í sigrinum gegn Serbíu. Þá er markvörðurinn Mirko Alilovic mættur, 36 ára gamall, í sjö manna hópi reynslubolta og nýliða sem kallaðir hafa verið inn vegna smita.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.