Viðskipti innlent

Meiri neysla við há­punkt far­aldursins en árið 2019

Eiður Þór Árnason skrifar
Desember er gjarnan annatími í verslunarmiðstöðvum landsins. 
Desember er gjarnan annatími í verslunarmiðstöðvum landsins.  Vísir/Vilhelm

Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst um 14% í desember miðað við sama mánuð árið 2020. Kortavelta Íslendinga erlendis nam tæplega 18 milljörðum króna og jókst um 90% milli ára miðaða við fast gengi.

Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar virðist ekki hafa haft mikil neikvæð áhrif á neyslu fólks í desember þar sem hún mældist meiri en sást í hefðbundnum desembermánuði áður en faraldurinn skall á.

Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands tæplega 92 milljörðum króna í desember og jókst um 6% milli ára á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans og byggir á nýbirtum tölum Seðlabankans um kortaveltu.

Kortavelta innlendra greiðslukorta jókst þó minna í desember en mánuðina á undan þegar hún jókst um 20% milli ára í nóvember og 24% í október. Því er ekki hægt að útiloka að fjölgun smitaðra í byrjun desember hafi dregið eitthvað úr neyslu þann mánuðinn. 

Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans er þó erfitt að fullyrða um slíkt þar sem neyslan mælist heldur meiri en í desember 2019, bæði innanlands og erlendis. Innanlands mælist aukningin 11% miðað við desembermánuð 2019 og erlendis 4% að raunvirði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
5
91.268
REITIR
1,15
4
248.100
SIMINN
0,81
2
62.500
EIK
0,78
5
128.700
REGINN
0,6
1
235

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,96
4
14.642
SVN
-1,41
13
49.865
BRIM
-1,31
8
296.166
SJOVA
-1,06
8
168.671
FESTI
-0,85
12
149.110
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.