Hanboltatölfræðisíðan datahandball tók saman öll þau smit sem komu upp meðal starfsfólks og leikmanna liðanna sem taka nú þátt á EM og samkvæmt þeirra upplýsingum glímdu 14 af þeim 24 liðum sem skráð eru til keppni við veiruna skæðu í aðdraganda mótsins.
🦠Cases of COVID-19 were protagonists in the preview of #EHFEURO2022. The graph shows that 14 of the 24 teams (58%) suffered infections, and even 9 of those 14 teams still have active cases that do not allow them to use their players in the debut of the tournament. pic.twitter.com/j7NMMUFVPS
— datahandball (@datahandball_) January 13, 2022
Þá kemur einnig fram að enn séu níu lið sem enn eru mðe virk smit innan sinna herbúða, en það gerir tæplega 38 prósent skráðra liða.
Allt í allt greindist 71 einstaklingur í kringum liðin í aðdraganda mótsins, en það gerir rétt rúmlega tíu byrjunalið í handbolta.
Þá eru samkvæmt tölum datahandball enn 32 virk smit innan liðanna á mótinu, en pólski blaðamaðurinn Maciej Wojs bendir á að smitin innan pólska liðsins séu 12 en ekki sjö, og því sé heildarfjöldi virkra smita 37 en ekki 32.