Handbolti

Rúmlega þriðjungur liða á EM glímir við veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ef marka má gögn handboltatölfræðisíðunnar datahandball eru 37 virk smit innan herbúða liðanna sem taka þátt á EM í handbolta um þessar mundir.
Ef marka má gögn handboltatölfræðisíðunnar datahandball eru 37 virk smit innan herbúða liðanna sem taka þátt á EM í handbolta um þessar mundir. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images

Yfir helmingur liðanna sem nú taka þátt á Evrópumótinu í handbolta þurftu að glíma við kórónuveiruna í aðdraganda mótsins og rúmlega þriðjungur liðanna glímir enn við virk smit nú þegar mótið er hafið.

Hanboltatölfræðisíðan datahandball tók saman öll þau smit sem komu upp meðal starfsfólks og leikmanna liðanna sem taka nú þátt á EM og samkvæmt þeirra upplýsingum glímdu 14 af þeim 24 liðum sem skráð eru til keppni við veiruna skæðu í aðdraganda mótsins.

Þá kemur einnig fram að enn séu níu lið sem enn eru mðe virk smit innan sinna herbúða, en það gerir tæplega 38 prósent skráðra liða.

Allt í allt greindist 71 einstaklingur í kringum liðin í aðdraganda mótsins, en það gerir rétt rúmlega tíu byrjunalið í handbolta.

Þá eru samkvæmt tölum datahandball enn 32 virk smit innan liðanna á mótinu, en pólski blaðamaðurinn Maciej Wojs bendir á að smitin innan pólska liðsins séu 12 en ekki sjö, og því sé heildarfjöldi virkra smita 37 en ekki 32.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×