„Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 11:01 Aron Pálmarsson er mættur á sitt tólfta stórmót með landsliðinu. vísir/vilhelm Öll ábyrgðin í sóknarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta má ekki vera á herðum Arons Pálmarssonar. Þetta segja Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson. Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira