Viðskipti innlent

Jón Trausti tekur við vatns- og frá­veitu Veitna

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Trausti Kárason.
Jón Trausti Kárason. Veitur

Jón Trausti Kárason hefur verið ráðinn forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum.

Í tilkynningu frá Veitum segir að Jón Trausti sé með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og sé þar að auki með bakkalárgráðu í vélatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í vélvirkjun.

Undanfarin tvö ár hefur Jón Trausti starfað sem verkefnastjóri fjárfestingarverkefna hjá Veitum, en starfaði áður hjá Lotu verkfræðistofu og þar áður í kjötiðnaðarsetri Marel.

„Veitur dreifa vatni í Reykjavík, á Álftanesi, í Stykkishólmi, Í Grundarfirði, á Bifröst, í Munaðarnesi, í Reykholti, á Kleppjárnsreykjum, á Hvanneyri, í Borgarnesi, á Akranesi og nágrenni og í Úthlíð. Einnig selja Veitur Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi vatn í heildsölu.

Fráveitukerfi Veitna þjóna um helmingi landsmanna og hreinsistöðvar fyrirtækisins enn fleirum. Í uppsveitum Borgarfjarðar reka Veitur fjórar lífrænar hreinsistöðvar,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×