Körfubolti

Styttist í Klay Thompson | Grætt meira meiddur en heill

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Klay Thompson og Steph Curry
Klay Thompson og Steph Curry EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

NBA aðdáendur um allan heim hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir endurkomu Klay Thompson, leikmanns Golden State Warriors. Hún er í augsýn.

Thompson, sem meiddist á hné í úrslitunum 2019, og sleit svo hásin strax eftir endurhæfinguna er einn allra besti skotbakvörður deildarinnar og ein besta skytta sögunnar. Miðað við fregnir úr herbúðum Warriors mun endurkoma Thompson verða núna í janúar. Skothöndin virðist allavega vera í lagi.

Thompson hefur verið vel launaður undanfarin ár en hann skrifaði undir nýjan samning rétt eftir fyrstu meiðslin sem skila honum 190 milljónum dollara á fjórum árum. Hann hefur fengið greiddar 84 milljónir dollara frá meiðslunum. En á átta tímabilum fram að meiðslunum fékk hann greiddar um 79 milljónir. Hann hefur því grætt meira meiddur en spilandi.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.