Körfubolti

LeBron brá sér í óvenjulegt hlutverk þegar Lakers vann loks leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James brá sér í hlutverk miðherja og Los Angeles Lakers vann loks leik.
LeBron James brá sér í hlutverk miðherja og Los Angeles Lakers vann loks leik. getty/Carmen Mandato

Í fyrsta sinn á ferlinum byrjaði LeBron James í stöðu miðherja þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets, 123-132, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti sigur Lakers í sex leikjum.

LeBron og Russell Westbrook voru báðir með þrefalda tvennu í leiknum. LeBron skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar og Westbrook var með 24 stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Malik Monk skoraði 25 stig og Carmelo Anthony kom með 24 stig af bekknum.

Stephen Curry skoraði sína 3000. þriggja stiga körfu þegar Golden State Warriors tapaði fyrir Denver Nuggets, 86-89. Curry skoraði 23 stig fyrir Golden State sem tapaði aðeins sínum sjöunda leik á tímabilinu í nótt.

Nikola Jokic skoraði 22 stig og tók átján fráköst fyrir Denver. Hann tryggði gestunum sigurinn með því að verja skot Jonathans Kumuinga í lokasókn Golden State.

Meistarar Milwaukee Bucks unnu sinn fjórða leik í röð þegar þeir báru sigurorð af Orlando Magic á útivelli, 110-127.

Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig fyrir Milwaukee sem er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Khris Middleton skoraði 21 stig og Bobby Portis nítján. Franz Wagner skoraði 38 stig fyrir Orlando sem er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar.

Úrslitin í nótt

  • Houston 123-132 LA Lakers
  • Golden State 86-89 Denver

  • Orlando 110-127 Milwaukee
  • Miami 119-112 Washington
  • Toronto 109-114 Philadelphia
  • Minnesota 88-96 NY Knicks
  • New Orleans 108-104 Cleveland
  • Sacramento 117-111 Oklahoma

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.