Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. desember 2021 20:37 Hljóðið er þungt í veitingamönnum á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18