Formúla 1

Sonur Schumachers verður varamaður hjá Ferrari á næsta ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mick Schumacher gæti fengið tækifæri með liðinu faðir hans gerði garðinn frægan með.
Mick Schumacher gæti fengið tækifæri með liðinu faðir hans gerði garðinn frægan með. epa/HAMAD I MOHAMMED

Mick Schumacher verður varaökumaður Ferrari á næsta tímabili í Formúlu 1. Hann ekur áfram fyrir Haas en verður einnig til taks fyrir Ferrari.

Carlos Sainz og Charles Leclerc voru ökumenn Ferrari á síðasta tímabili og verða það áfram. Varamenn þeirra á næsta tímabili verða Schumacher og Antonio Giovinazzi. Sá síðarnefndi missti sæti sitt hjá Alfa Romeo eftir síðasta tímabil en keppir í Formúlu E á næsta ári.

Giovinazzi verður varamaður hjá Ferrari í tólf keppnum á næsta tímabili og Schumacher í ellefu. Þjóðverjinn hefur sterk tengsl við Ferrari, var í akademíu ítalska bílasmiðsins og þá er Haas systurfélag Ferrari. Þá er Schumacher auðvitað sonur Michaels Schumacher sem varð fimm sinnum meistari með Ferrari á sínum tíma.

Schumacher, sem er 22 ára, lenti í 19. sæti í Formúlu 1 á síðasta tímabili. Honum tókst ekki að ná sér í stig.

Ferrari endaði í 3. sæti í keppni bílasmiða á síðasta tímabili. Ferrari hefur ekki átt sigurvegara í keppni ökumanna síðan Kimi Räikkönen vann 2013.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.