Viðskipti innlent

Einar Sigur­steinn tekur við sem for­stöðu­maður orku­sviðs N1

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Sigursteinn Bergþórsson.
Einar Sigursteinn Bergþórsson. N1

Einar Sigursteinn Bergþórsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns orkusviðs N1.

Í tilkynningu segir að Einar komi til N1 frá Landsvirkjun þar sem hann starfaði sem forstöðumaður viðskiptastýringar. Þar áður sinnti hann verkefnastjórnun hjá Equinor (áður Statoil) í Noregi yfir fimm ára tímabil. Einar hefur störf 1. febrúar næstkomandi.

„Einar er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands þar sem hann lagði sérstaka áherslu á jarðvarmavirkjanir. Hann er einnig með próf í verðbréfamiðlun. Einar er í sambúð með Írisi Björk Kristjánsdóttur og saman eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.