Viðskipti innlent

Bryndís Ragna nýr markaðs­stjóri Icewear

Atli Ísleifsson skrifar
Bryndís Ragna Hákonardóttir.
Bryndís Ragna Hákonardóttir. Icewear

Bryndís Ragna Hákonardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Icewear.

Í tilkynningu segir að hún hafi áralanga reynslu í sölu- og markaðsmálum og að hún hafi áður starfaði áður hjá Veritas samsteypunni, meðal annars sem sölu- og markaðsstjóri heilsuvöru deildar Artasan og sem sölu- og markaðsstjóri hjá Stoð.

„Bryndís er útskrifaður viðskiptafræðingur frá American InterContinental University í Bandaríkjunum þar sem hún bjó og starfaði um árabil. Hún lærði næringarráðgjöf í Kaupmannahöfn þar sem hún útskrifaðist árið 2010 og vann við ráðgjöf tengdri heilsu og lífsstíl í Danmörku í tæpan áratug. Hún starfaði áður sem útflutningsstjóri hjá Kjötumboðinu með áherslu á uppbyggingu markaða í Norður Ameríku, Evrópu og Asíu og sem vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus fyrir innlendan og erlenda markaði.

Sem markaðsstjóri Icewear mun Bryndís bera ábyrgð á markaðsmálum fyrirtækisins og daglegum rekstri markaðsdeildar. Bryndís hóf störf hjá Icewear 1. nóvember sl.,“ segir í tilkynningunni.

Um Icewear segir að fyrirtækið hafi um árabil verið leiðandi á markaði með útivistarvörur til erlends ferðafólks. Verslanir Icewear á Íslandi telja í dag nítján auk vefverslunar sem selur vörur Icewear víða um heim.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.