AirFryer æði hefur gripið þjóðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2021 20:31 Hjálmtýr Grétarsson er vörustjóri hjá Elko. stöð2 Nokkurs konar Air Fryer æði hefur gripið um sig hér á landi að sögn vörustjóra Elko. Tækið er meira og minna uppselt og verður í mörgum jólapökkum. Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“ Jól Verslun Neytendur Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar. Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu. „Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko. Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum. Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga. Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin. „Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“
Jól Verslun Neytendur Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira