Viðskipti innlent

AirFryer æði hefur gripið þjóðina

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hjálmtýr Grétarsson er vörustjóri hjá Elko.
Hjálmtýr Grétarsson er vörustjóri hjá Elko. stöð2

Nokkurs konar Air Fryer æði hefur gripið um sig hér á landi að sögn vörustjóra Elko. Tækið er meira og minna uppselt og verður í mörgum jólapökkum.

Margir sem eru eldri en undirritaður fréttamaður muna eftir því þegar fótanuddtæki var undir hverju einasta jólatré. En það má segja að þetta tækið sem fjallað er um hér sé fótanuddtæki minnar kynslóðar.

Tækið sem um ræðir er AirFryer sem er loftsteikingarpottur. Tækinu má líkja við lítinn ofn sem fer hratt upp í tvö hundruð gráður og þarfnast ekki steikingarolíu.

„Þetta er meira og minna allt uppselt hjá okkur. Það er gríðarleg eftirspurn og við varla önnum henni. Þetta er klárlega jólagjöfin í ár í þessum flokki hjá okkur,“ sagði Hjálmtýr Grétarsson, vörustjóri hjá Elko.

Eftirspurnin virðist ekki bara mikil í verslunum Elko. Á Facebook síðunni Keypt í Costco kemur fram að heilt bretti af AirFryer hafi selst upp á nokkrum mínútum.

Hillurnar hafa verið tæmdar af AirFryer æstum neytendum.elisabet inga

Og samkvæmt athugun rannsóknarseturs verslunarinnar er AirFryer vinsælasta jólagjöfin í flokki raftækja en jogging gallinn er vinsælasta jólagjöfin í ár. Hjálmtýr segir að nokkurs konar Airfryer æði hafi heltekið okkur Íslendinga.

Á Facebook er að finna hina ýmsu hópa sem eru tileinkaðir eldhústækinu og státa hóparnir mörg þúsund meðlimum. Þar leitar fólk ráða um eldunaraðferðir og er ljóst á umræðu í hópnum að einhverjir ætla að elda jólamatinn í AirFryer. 

Hér má sjá tvo hópa sem snúast um AirFryer.RAGNAR VISAGE

Starfsmenn ELKO hafa varla undan við að panta fleiri tæki fyrir jólin.

„Það er spurning hvort hún verði komin til okkar fyrir jól. Þetta hefur verið svakalegt ævintýri og margar aukasendingar komnar til okkar og allt uppselt bara.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.