Viðskipti innlent

Kaupir norskt öryggis­fyrir­tæki

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði Advania í Guðrúnartúni í Reykjavík.
Húsnæði Advania í Guðrúnartúni í Reykjavík. Advania

Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Advania en Painkiller var stofnað í Noregi árið 2019 og starfa þar nítján öryggissérfræðingar.

„Helsta forgangsmál Advania er að gæta öryggis viðskiptavina sinna. Þörf fyrir þekkingu á upplýsingaöryggi og vörnum gegn stafrænum ógnum, eykst stöðugt.

Með kaupunum og sameiningu við Painkiller er Advania enn betur í stakk búið til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Öflugt starfsfólk Painkiller bætist nú í ört vaxandi teymi sérhæfðra öryggissérfræðinga Advania,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×