Sneri aftur eftir kórónuveirusmit og skoraði 38 stig í sigri á Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 07:31 DeMar DeRozan var mjög öflugur í sigri Chicago Bulls á Los Angeles Lakers í nótt. AP/Nam Y. Huh Kórónuveiran setur mikinn svip á NBA-deildina þessa dagana. Fresta þurfti þremur leikjum í nótt og flest lið líka þurftu að spila án leikmanna og sum meira að segja án þjálfara sinna. DeMar DeRozan mætti aftur á móti hress og kátur eftir tveggja vikna fjarveru vegna kórónuveirusmits. Hann skoraði 38 stig fyrir Chicago Bulls í 115-110 sigri á Los Angeles Lakers. Nikola Vucevic skorðai 19 stig og tók 13 fráköst fyrir Bulls og Lonzo Ball var með 19 stig. 19 PTS in the 4th. 38 PTS for the game.@DeMar_DeRozan leads the charge in the @chicagobulls dub pic.twitter.com/jfy6sATvZA— NBA (@NBA) December 20, 2021 Bulls liðið er að braggast eftir að misst tíu leikmenn um tíma í smit en tveimur leikjum liðsins var frestað vegna þessa í síðustu viku. Lykilmaðurinn Zach LaVine var samt einn af fjórum mönnum sem eru enn fjarverandi. LeBron James var með 31 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers en hitti aðeins úr 1 af 7 þriggja stiga skotum. Carmelo Anthony skoraði 21 stig og Russell Westbrook var með 20 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð en að þessu sinni voru þeir án aðalþjálfarans Frank Vogel sem er smitaður. Liðið lék líka án sex leikmanna því Kent Bazemore, Avery Bradley, Talen Horton-Tucker. Dwight Howard, Malik Monk og Austin Reaves eru allir með veiruna. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Lakers menn misstu Anthony Davis í meiðsli sem missir af leikjum liðsins næstu fjórar vikur hið minnsta. Lakers var einu stigi yfir þegar mínúta var eftir en DeMar DeRozan kom Bulls í 111-110 þegar 52 sekúndur voru eftir. Lakers skoraði ekki eftir það og Chicago kláraði leikinn á vítalínunni. Raining threes in the desert The @Suns knock down a season-high 20 3-pointers on their way to the big win! pic.twitter.com/Nkqpo53fXU— NBA (@NBA) December 20, 2021 Devin Booker mætti á ný í lið Phoenix Suns sem vann 137-106 stórsigur á Charlotte Hornets. Booker skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik eftir sjö leikja fjarveru vegna tognunnar aftan í læri. Deandre Ayton var með 15 stig og 15 fráköst og Javale McGee kom með 19 stig á 16 mínútum af bekknum. Stigaskorið dreifðist hjá besta liði deildarinnar. Mikal Bridges skoraði 16 stig, Landry Shamet var með 15 stig, þeir Jae Crowder og Chris Paul skoruðu báðir 14 stig, Cam Johnson var með 12 stig og Cameron Payne skoraði 11 stig. Níu leikmenn með ellefu stig eða meira sem hafði ekki gerst hjá Phoenix Suns síðan 1991. Season-high 27 PTS Career-high tying 11 AST @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings charge in the win! pic.twitter.com/RDIZzWrEZb— NBA (@NBA) December 20, 2021 Doug Christie stýrði liði Sacramento Kings í 121-114 sigri á San Antonio Spurs en aðalþjálfarinn Alvin Gentry er með veiruna. Buddy Hield skoraði 18 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta og var alls með sjö þrista í leiknum. Tyrese Haliburton var síðan með 27 stig og 11 stoðsendingar og þá skoraði Damian Jones 23 stig. Hield var rosalegur í lokin og alls með 24 stig á síðustu fimmtán mínútunum. @KarlTowns (24 PTS) and @Dloading (22 PTS) power the @Timberwolves to their fourth-straight victory! pic.twitter.com/WisSmvZlWC— NBA (@NBA) December 20, 2021 Luka Doncic var ekki með Dallas Mavericks sem tapaði 111-105 á móti innesota Timberwolves og missti Kristaps Porzingis líka meiddan af velli í þriðja leikhluta. Karl-Anthony Towns skoraði 24 stig fyrir Úlfana og D'Angelo Russell var með 22 stig. Tim Hardaway Jr. skoraði 28 stig fyrir Dallas. Úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 115-110 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 137-106 Detroit Pistons - Miami Heat 100-90 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 100-105 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 121-114 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 111-105 @Dame_Lillard drops 32 PTS to lead the @trailblazers to victory! pic.twitter.com/dN6Mw43TaE— NBA (@NBA) December 20, 2021 The NBA has announced the following: pic.twitter.com/rnNhuq0hc1— NBA Communications (@NBAPR) December 19, 2021 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
DeMar DeRozan mætti aftur á móti hress og kátur eftir tveggja vikna fjarveru vegna kórónuveirusmits. Hann skoraði 38 stig fyrir Chicago Bulls í 115-110 sigri á Los Angeles Lakers. Nikola Vucevic skorðai 19 stig og tók 13 fráköst fyrir Bulls og Lonzo Ball var með 19 stig. 19 PTS in the 4th. 38 PTS for the game.@DeMar_DeRozan leads the charge in the @chicagobulls dub pic.twitter.com/jfy6sATvZA— NBA (@NBA) December 20, 2021 Bulls liðið er að braggast eftir að misst tíu leikmenn um tíma í smit en tveimur leikjum liðsins var frestað vegna þessa í síðustu viku. Lykilmaðurinn Zach LaVine var samt einn af fjórum mönnum sem eru enn fjarverandi. LeBron James var með 31 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers en hitti aðeins úr 1 af 7 þriggja stiga skotum. Carmelo Anthony skoraði 21 stig og Russell Westbrook var með 20 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð en að þessu sinni voru þeir án aðalþjálfarans Frank Vogel sem er smitaður. Liðið lék líka án sex leikmanna því Kent Bazemore, Avery Bradley, Talen Horton-Tucker. Dwight Howard, Malik Monk og Austin Reaves eru allir með veiruna. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Lakers menn misstu Anthony Davis í meiðsli sem missir af leikjum liðsins næstu fjórar vikur hið minnsta. Lakers var einu stigi yfir þegar mínúta var eftir en DeMar DeRozan kom Bulls í 111-110 þegar 52 sekúndur voru eftir. Lakers skoraði ekki eftir það og Chicago kláraði leikinn á vítalínunni. Raining threes in the desert The @Suns knock down a season-high 20 3-pointers on their way to the big win! pic.twitter.com/Nkqpo53fXU— NBA (@NBA) December 20, 2021 Devin Booker mætti á ný í lið Phoenix Suns sem vann 137-106 stórsigur á Charlotte Hornets. Booker skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik eftir sjö leikja fjarveru vegna tognunnar aftan í læri. Deandre Ayton var með 15 stig og 15 fráköst og Javale McGee kom með 19 stig á 16 mínútum af bekknum. Stigaskorið dreifðist hjá besta liði deildarinnar. Mikal Bridges skoraði 16 stig, Landry Shamet var með 15 stig, þeir Jae Crowder og Chris Paul skoruðu báðir 14 stig, Cam Johnson var með 12 stig og Cameron Payne skoraði 11 stig. Níu leikmenn með ellefu stig eða meira sem hafði ekki gerst hjá Phoenix Suns síðan 1991. Season-high 27 PTS Career-high tying 11 AST @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings charge in the win! pic.twitter.com/RDIZzWrEZb— NBA (@NBA) December 20, 2021 Doug Christie stýrði liði Sacramento Kings í 121-114 sigri á San Antonio Spurs en aðalþjálfarinn Alvin Gentry er með veiruna. Buddy Hield skoraði 18 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta og var alls með sjö þrista í leiknum. Tyrese Haliburton var síðan með 27 stig og 11 stoðsendingar og þá skoraði Damian Jones 23 stig. Hield var rosalegur í lokin og alls með 24 stig á síðustu fimmtán mínútunum. @KarlTowns (24 PTS) and @Dloading (22 PTS) power the @Timberwolves to their fourth-straight victory! pic.twitter.com/WisSmvZlWC— NBA (@NBA) December 20, 2021 Luka Doncic var ekki með Dallas Mavericks sem tapaði 111-105 á móti innesota Timberwolves og missti Kristaps Porzingis líka meiddan af velli í þriðja leikhluta. Karl-Anthony Towns skoraði 24 stig fyrir Úlfana og D'Angelo Russell var með 22 stig. Tim Hardaway Jr. skoraði 28 stig fyrir Dallas. Úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 115-110 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 137-106 Detroit Pistons - Miami Heat 100-90 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 100-105 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 121-114 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 111-105 @Dame_Lillard drops 32 PTS to lead the @trailblazers to victory! pic.twitter.com/dN6Mw43TaE— NBA (@NBA) December 20, 2021 The NBA has announced the following: pic.twitter.com/rnNhuq0hc1— NBA Communications (@NBAPR) December 19, 2021
Úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 115-110 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 137-106 Detroit Pistons - Miami Heat 100-90 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 100-105 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 121-114 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 111-105
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira