Ásgeir Örn ræddi funheita Selfyssinga og skrítna stöðu Guðmundar Braga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 12:31 Guðmundur Bragi Ástþórsson spilar væntanlega sinn síðasta leik með Aftureldingu á tímabilinu þegar liðið mætir Haukum annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir síðustu umferðina í Olís deildinni á árinu en þetta verða síðustu leikirnir í deildinni áður tekur við 44 daga hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumótsins í janúar. Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05. Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira