Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 07:30 Stephen Curry skýst framhjá Kelan Martin í leiknum í Indianapolis í nótt. AP/Doug McSchooler Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur. Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira