Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2021 08:47 Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem hún sendi frá sér í morgun. Þar segir að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina sé litið, þó að óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn og að eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjármögnun. „Kröftugur efnahagsbati hefur á síðustu mánuðum stutt við heimili og fyrirtæki. Hlutabréfa- og fasteignaverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Kerfisáhætta vex áfram, sérstaklega vegna skuldavaxtar heimila samhliða hækkandi íbúðaverði. Aðhald peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hefur verið hert nokkuð á síðustu mánuðum. Nefndin ákvað í ársfjórðungslegu endurmati á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi aukans óbreyttu. Ákvörðun nefndarinnar frá september um að hækka aukann úr 0% í 2% mun taka gildi í lok september árið 2022. Nefndin skoðar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans verði til framtíðar. Nefndin lagði í nóvember endanlegt mat á skilabærni kerfislega mikilvægra viðskiptabanka. Þá hefur nefndin nú einnig samþykkt MREL-stefnu, þar sem m.a. er tilgreint hvernig MREL-krafa lánastofnana er ákvörðuð. MREL-krafa felur í sér að eigið fé og tilteknar skuldir fjármálafyrirtækis nægi til að tryggja að það geti mætt ófyrirséðu tapi og að hægt verði að endurfjármagna það án opinbers fjárstuðnings, ef það telst vera á fallandi fæti. Nefndin ítrekar að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Brýnt er að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni. Seðlabankinn Efnahagsmál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem hún sendi frá sér í morgun. Þar segir að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina sé litið, þó að óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn og að eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjármögnun. „Kröftugur efnahagsbati hefur á síðustu mánuðum stutt við heimili og fyrirtæki. Hlutabréfa- og fasteignaverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Kerfisáhætta vex áfram, sérstaklega vegna skuldavaxtar heimila samhliða hækkandi íbúðaverði. Aðhald peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hefur verið hert nokkuð á síðustu mánuðum. Nefndin ákvað í ársfjórðungslegu endurmati á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi aukans óbreyttu. Ákvörðun nefndarinnar frá september um að hækka aukann úr 0% í 2% mun taka gildi í lok september árið 2022. Nefndin skoðar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans verði til framtíðar. Nefndin lagði í nóvember endanlegt mat á skilabærni kerfislega mikilvægra viðskiptabanka. Þá hefur nefndin nú einnig samþykkt MREL-stefnu, þar sem m.a. er tilgreint hvernig MREL-krafa lánastofnana er ákvörðuð. MREL-krafa felur í sér að eigið fé og tilteknar skuldir fjármálafyrirtækis nægi til að tryggja að það geti mætt ófyrirséðu tapi og að hægt verði að endurfjármagna það án opinbers fjárstuðnings, ef það telst vera á fallandi fæti. Nefndin ítrekar að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Brýnt er að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni.
Seðlabankinn Efnahagsmál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44