Icelandair á enn langt í land Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 19:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/vilhelm Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra. Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira