Handbolti

Ágúst Þór: Þetta var iðnaðarsigur

Dagur Lárusson skrifar
Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína.
Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína. vísir/hulda margrét

Ágúst Þór Jóhannson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigur síns síns gegn HK í Olís-deild kvenna í dag en hann lýsti sigrinum sem iðnaðarsigri.

„Þetta var kannski samblanda af hvoru tveggja, semsagt bæði leikur ekki nægilega góðs sóknarleiks og mjög góðs varnarleiks,“ byrjaði Ágúst Þór að segja.

HK byrjaði leikinn betur og voru Valskonur í miklum vandræðum í sóknarleiknum þar sem þær voru án Theu og voru með rétthenta leikmenn í hægri skyttunni.

„Sóknarleikurinn okkar í fyrri hálfleiknum var mjög lélegur, en við löguðum það í seinni hálfleiknum. Varnarleikurinn var síðan mjög öflugur allan leikinn og sama með markvörsluna,“ hélt Ágúst áfram.

„Við náðum að stilla okkur betur að í sóknarleiknum í seinni hálfeiknum, við vorum auðvitað án margra lykilmanna, en við héldum bara áfram og unnum að lokum mikilvægan iðnaðarsigur,“ endaði Ágúst á að segja.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×