Viðskipti innlent

Lands­virkjun skerti orku til fiski­mjöls­bræðslna

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Verið er að landa loðnu úr Beiti.
Frá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Norðfjarðarhöfn. Verið er að landa loðnu úr Beiti. Einar Árnason

Landsvirkjun greip til þess ráðs í gær að skerða raforku til fiskimjölsbræðslna, fiskþurrkana og stórnotenda. Tekið er fram að þetta hafi einungis verið tímabundin skerðing vegna mikils álags og viðhalds þann daginn en mjölframleiðendum bent á að olía sé enn nauðsynlegur varaaflsgjafi.

„Landsvirkjun þarf að skerða afhendingu raforku til fiskimjölsbræðslna og fiskþurrkana á miðvikudag, 1. desember, milli klukkan 8 og 18. Þá hefur skerðingin jafnframt áhrif á skerðanlega skammtímasamninga við stórnotendur. Samningar við þessa viðskipavini gera ráð fyrir að til skerðinga geti komið, þegar eftirspurn er mjög mikil,“ segir í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar.

Frá Sultartangavirkjun.Landsvirkjun

„Einungis er um tímabundna skerðingu að ræða vegna mikils álags þennan dag og nauðsynlegs viðhalds sem fer fram hjá Landsvirkjun á sama tíma.

Eftirspurn eftir raforku hefur aukist hratt undanfarna mánuði. Skerðingarákvæði samninga eru hugsuð til að nota við slíkar aðstæður, það er þegar eftirspurn er meiri en framboð. Fiskimjölsframleiðendur hafa til dæmis notast bæði við olíu og rafmagn í framleiðslu sinni, en samningar undanfarinna ára miðað að því að þeir hafi sem mestan aðgang að raforku. Olían er þó enn nauðsynlegur varaaflgjafi,“ segir í frétt Landvirkjunar.

Talsmaður Landsvirkjunar sagði í þessari frétt í sumar enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur:


Tengdar fréttir

Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað.

Möguleiki á stærstu loðnuvertíð í tuttugu ár

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í gær grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu.

Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri

Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur.

Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×