Eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 1. desember 2021 10:31 Nú er aðventan gengin í garð og í aðdraganda jóla njótum við þess að skreyta í kringum okkur og skapa stemningu. Kertaljós og jólaseríur eru fyrir marga ómissandi hluti af árstíðinni en mikilvægt er að huga að eldvörnum á heimilinu, ekki síst á þessum árstíma. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er við hæfi að staldra við og kanna hvort eldvarnir heimilisins séu í lagi. Dagur reykskynjarans Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Í það minnsta í öllum rýmum þar sem raftæki eru. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð eða píp þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er til dæmis gott að miða við 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin en rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Rétt staðsetning Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Ef bílskúr er sambyggður heimili er góð regla að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Einnig er mikilvægt að huga að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Mismunandi tegundir reykskynjara Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir og optískir en gott er að þekkja muninn á helstu tegundum. Hinn hefðbundni reykskynjari er jónískur sem þýðir að hann getur numið allar stærðir og gerðir reykagna sem mynda reykinn. Þeir nema auðveldlega brælu og hita og henta því vel í eldhús og þvottahús. Optískir skynjarar henta vel við reyk en eru ekki eins næmir á hita og hefðbundnir jónískir skynjarar. Þeir skiptast í hitaskynjara og gasskynjara. Frekari upplýsingar um eldvarnir og reykskynjara er meðal annars að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hátíð ljóss og friðar Í aðraganda jóla er gaman að skreyta og skapa notalega stemningu. Kerti eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. En gæta þarf þess að fara varlega með opinn eld og hafa eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og gæta þess að láta skraut eða eldfim efni ekki liggja að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Passa þarf að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Eins ætti ekki að skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi og ekki ætti að setja þau á yfirborð sem brennur auðveldlega, eins og trépall. ,,Af litlum neista verður oft mikið bál,“ segir í dægurlagatextanum. Þó þar sé sungið um brennandi ást en ekki eldsvoða er líkingin augljós. Hætta getur skapast af litlum neista og þá er mikilvægt að hafa eldvarnir í lagi. Við höfum eflaust flest heyrt sögur af gagnsemi reykskynjara, eins og til dæmis þegar reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu þegar eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Þeim tókst að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu á innbúi af reyk, eldi og sóti. Skaðinn hefði þó getað orðið mun meiri ef ekki hefði verið fyrir reykskynjarann sem hrökk í gang. Reykskynjarar eru einfalt, ódýrt og áhrifaríkt öryggistæki. Tilvalið er að nýta dag reykskynjarans til að huga að einu helsta öryggistæki heimilisins og skapa þannig hugarró um hátíðarnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú er aðventan gengin í garð og í aðdraganda jóla njótum við þess að skreyta í kringum okkur og skapa stemningu. Kertaljós og jólaseríur eru fyrir marga ómissandi hluti af árstíðinni en mikilvægt er að huga að eldvörnum á heimilinu, ekki síst á þessum árstíma. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er við hæfi að staldra við og kanna hvort eldvarnir heimilisins séu í lagi. Dagur reykskynjarans Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Í það minnsta í öllum rýmum þar sem raftæki eru. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð eða píp þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er til dæmis gott að miða við 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin en rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Rétt staðsetning Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Ef bílskúr er sambyggður heimili er góð regla að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Einnig er mikilvægt að huga að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Mismunandi tegundir reykskynjara Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir og optískir en gott er að þekkja muninn á helstu tegundum. Hinn hefðbundni reykskynjari er jónískur sem þýðir að hann getur numið allar stærðir og gerðir reykagna sem mynda reykinn. Þeir nema auðveldlega brælu og hita og henta því vel í eldhús og þvottahús. Optískir skynjarar henta vel við reyk en eru ekki eins næmir á hita og hefðbundnir jónískir skynjarar. Þeir skiptast í hitaskynjara og gasskynjara. Frekari upplýsingar um eldvarnir og reykskynjara er meðal annars að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hátíð ljóss og friðar Í aðraganda jóla er gaman að skreyta og skapa notalega stemningu. Kerti eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. En gæta þarf þess að fara varlega með opinn eld og hafa eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og gæta þess að láta skraut eða eldfim efni ekki liggja að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Passa þarf að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Eins ætti ekki að skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi og ekki ætti að setja þau á yfirborð sem brennur auðveldlega, eins og trépall. ,,Af litlum neista verður oft mikið bál,“ segir í dægurlagatextanum. Þó þar sé sungið um brennandi ást en ekki eldsvoða er líkingin augljós. Hætta getur skapast af litlum neista og þá er mikilvægt að hafa eldvarnir í lagi. Við höfum eflaust flest heyrt sögur af gagnsemi reykskynjara, eins og til dæmis þegar reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu þegar eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Þeim tókst að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu á innbúi af reyk, eldi og sóti. Skaðinn hefði þó getað orðið mun meiri ef ekki hefði verið fyrir reykskynjarann sem hrökk í gang. Reykskynjarar eru einfalt, ódýrt og áhrifaríkt öryggistæki. Tilvalið er að nýta dag reykskynjarans til að huga að einu helsta öryggistæki heimilisins og skapa þannig hugarró um hátíðarnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun