Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn Árni Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2021 22:06 Ólafur Jónas gat verið ánægður á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt. „Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
„Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52