Viðskipti innlent

Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík

Eiður Þór Árnason skrifar
71 lúxusíbúð má finna við Austurhöfn.
71 lúxusíbúð má finna við Austurhöfn. Austurhöfn

Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu og segir að íbúðin sé næst stærsta af lúxusíbúðunum við Austurhöfn. Hún er sögð fokheld að innan og fullbúin að utan en gert er ráð fyrir sex herbergjum og fjórum baðherbergjum í íbúðinni samkvæmt söluyfirliti.

Óljóst er hvað Kesara og Friðrik greiddu fyrir íbúð sína. Morgunblaðið greindi frá því fyrr á árinu að listaverð stærstu íbúðarinnar við Austurhöfn, sem er sautján fermetrum stærri, á sömu hæð og sömuleiðis fokheld, sé um hálfur milljarður króna.

Ísland í dag leit við í lúxusíbúð við Austurhöfn á síðasta ári. Ekkert var til sparað þegar kom að því að innrétta íbúðina.  


Tengdar fréttir

Innlit í lúxusíbúðirnar við Austurhöfn

„Þetta umrædda hús er fjölbýlishús sem samanstendur af sjötíu íbúðum og þar af eru fjórar penthouse íbúðir sem er svolítið stórar og tilbúnar til innréttingar.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×