Viðskipti innlent

Munu opna 156 götu­hleðslur á ný eftir ó­gildingu úr­skurðar

Atli Ísleifsson skrifar
Götuhleðslurnar verða tengdar á ný síðar í vikunni.
Götuhleðslurnar verða tengdar á ný síðar í vikunni. ON

Orka náttúrunnar mun síðar í vikunni opna 156 götuhleðslur á ný eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála fyrr í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON. Í lok júnímánaðar úrskurðaði kærunefnd útboðsmála að útboð Reykjavíkurborgar á svokölluðum Hverfahleðslum væri ógilt, eftir kvörtun frá Ísorku, þar sem ekki hafi verið boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Hafi Orku náttúrunnar, sem vann útboðið á sínum tíma, verið gert að slökkva á hleðslunum.

„Eftir að hafa rýnt í úrskurð kærunefndar taldi ON ljóst að forsendur nefndarinnar fyrir niðurstöðunni væru rangar. Því var ákveðið að fara með málið fyrir héraðsdóm til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Flýtimeðferð fékkst á dómsmálinu og í dag féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á sjónarmið ON,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir að Hverfahleðslurnar, sem hafi verið ótengdar síðan í lok júní, verði tengdar á ný strax í vikunni.


Tengdar fréttir

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.