Viðskipti innlent

Óska eftir sam­runa­til­kynningu vegna kaupanna á Mílu

Atli Ísleifsson skrifar
Samkeppniseftirlitinu bárust sjónarmið frá tólf hagsmunaaðilum sem flestir hvöttu eftirlitið til þess að kalla eftir tilkynningu vegna samrunans og mögulegra áhrifa hans á samkeppni á fjarskiptamarkaðnum.
Samkeppniseftirlitinu bárust sjónarmið frá tólf hagsmunaaðilum sem flestir hvöttu eftirlitið til þess að kalla eftir tilkynningu vegna samrunans og mögulegra áhrifa hans á samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Vísir/Vilhelm

Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir samrunatilkynningu vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu, dótturfélagi Símans.

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins, en í byrjun mánaðar óskaði eftirlitið eftir sjónarmiðum vegna umrædda kaupa um hvort tilefni væri til þess að kalla eftir samrunatilkynningu vegna viðskiptanna á grundvelli heimildar samkeppnislaga, þar sem ekki hafi verið um tilkynningarskyld viðskipti að ræða.

Stofnuninni bárust sjónarmið frá tólf hagsmunaaðilum sem flestir hvöttu eftirlitið til þess að kalla eftir tilkynningu vegna samrunans og mögulegra áhrifa hans á samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Auk þess hafi eftirlitið ýmissa gagna um viðskiptin frá samrunaaðilum.

„Þrátt fyrir að jákvæð samkeppnisleg áhrif geti leitt af því að slitið sé á lóðrétt eignatengsl á milli Símans og Mílu, þarf að mati Samkeppniseftirlitsins að rannsaka hvort önnur atriði tengd samrunanum geti leitt til skaðlegra áhrifa á samkeppni. Sem dæmi telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að taka til skoðunar viðskiptasamband Símans og Mílu í kjölfar samrunans og möguleg áhrif þess á hagsmuni keppinauta og samkeppni á viðkomandi mörkuðum.

Er það því mat Samkeppniseftirlitsins í kjölfar þessarar skoðunar að tilefni sé til þess að kalla eftir samrunatilkynningu vegna kaupanna og taka þau til skoðunar á grundvelli samrunaákvæða samkeppnislaga. Hefur samrunaaðilum verið tilkynnt um það,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann

Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.