Viðskipti innlent

Einar tekur við sem for­stjóri Alcoa Fjarðar­áls

Eiður Þór Árnason skrifar
Einar Þorsteinsson, nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls.
Einar Þorsteinsson, nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Aðsend

Einar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við stöðunni þann 1. desember. Tor Arne Berg hefur sinnt starfinu síðastliðin tvö ár en hún snýr aftur til Noregs í nýtt starf hjá Alcoa.

Alcoa Fjarðaál rekur álver á Reyðarfirði. Einar starfaði síðast hjá Elkem og hefur meðal annars gegnt stöðu forstjóra, ráðgjafa, yfirmanns ferlaþróunar og umdæmisstjóra í Asíu. Einar hefur starfað á starfstöðvum Elkem á Íslandi, í Frakklandi og í Kína.

Greint er frá þessu í tilkynningu frá Fjarðaáli en Einar er menntaður vélvirki, vélaverkfræðingur og með meistaragráðu í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Álaborgar háskóla. Sérsvið hans eru viðskipta- og stefnumótun, markaðssetning, ferla- og rekstrarstýring og hagræðing í aðfagnakeðju.

Eiginkona Einars er Edda Elísabet Kjerúlf, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. Einar mun flytja frá Reykjavík til Austurlands eftir að hann tekur við starfinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.