Viðskipti erlent

Stap­les Center í Los Angeles fær nýtt nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Stalpes Center í Los Angeles.
Stalpes Center í Los Angeles. Getty

Nafni íþróttahallarinnar Staples Center í Los Angeles í Bandaríkjunum verður breytt á jóladag í Crypto.com Arena.

Deadline segir frá því að samningar þessa efnis hafi verið undirritaðir milli Anschutz Entertainment Group, eiganda hallarinnar, og Crypto.com, rafmyntamiðlunarfyrirtækis sem staðsett er í Hong Kong. Samningurinn er metinn á 700 milljónir Bandaríkjadala, rúma 92 milljarða króna.

Staples Center er ein frægasta íþrótta- og tónleikahöll Bandaríkjanna, en þar leika meðal annars körfuboltaliðið Los Angeles Lakers og íshokkíliðið Los Angeles Kings heimaleiki sína.

Samningurinn verður kynntur formlega á jóladag í tengslum við leik Lakers og Brooklyn Nets.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×