Viðskipti erlent

Tesla stefnt vegna markaðs­mis­notkunar­til­burða Musk

Kjartan Kjartansson skrifar
Elon Musk var gert að stíga til hliðar sem sem stjórnarformaður Tesla eftir að hann sendi frá sér tíst með vangaveltum um að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tístin ollu töluverðum sveiflum á hlutabréfaverði.
Elon Musk var gert að stíga til hliðar sem sem stjórnarformaður Tesla eftir að hann sendi frá sér tíst með vangaveltum um að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tístin ollu töluverðum sveiflum á hlutabréfaverði. Vísir/EPA

Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018.

Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC.

Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018.  Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka.

Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna.JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það.

Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. 

Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt.

Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
30
1.117.086
SYN
0,75
16
199.474
KVIKA
0,4
33
1.407.803
LEQ
0,17
3
31.111
BRIM
0
7
2.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,38
39
617.904
ICESEA
-1,95
5
43.538
ARION
-1,61
38
527.786
ICEAIR
-1,52
32
40.936
ORIGO
-1,44
13
187.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.