Allt að verða klárt á nýju hóteli við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2021 19:08 NASA salurinn hefur verið rifinn og endurbyggður. Stöð 2/Arnar Það er allt að verða klárt í nýrri hótelbyggingu Icelandair hótelanna við Austurvöll sem áætlanir reikna með að hefji starfsem í vor. Byggingaframkvæmdirnar voru mjög flóknar enda þurfti að sameina fimm byggingar í eina. Svona var umhorfs í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll þegar við litum þar inn fyrir rúmum þremur árum þegar framkvæmdir við hótelið voru á byrjunarstigi. Síðan þá hefur viðbygging frá því um 1970 verið rifin og ný hús byggð í staðinn og NASA salurinn sömuleiðis rifinn og endurbyggður. Klukkan er farinn að ganga á austurgafli á nýju hóteli Icelandair við Austurvöll og það styttist í að þetta stóra verkefni klárist. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson stjórnarmaður í Lindarvatni ehf. Sem ser um byggingu hótelsins segir hundrað fjörtíu og átta herbergi og ýmsa aðra þjónust fyrir gesti og gangandi verða á hótelinu. „Já þetta er flókið verkefni. Hérna voru fimm byggingar sameinaðar. Gamli Kvennaskólinn var fluttur af grunni sínum og steyptur nýr undir hann og flutt. NASA salurinn sjálfur sem við horfum á hérna er endurbyggður alveg í sinni upprunalegu mynd. Það er ekki eitt gamalt efni í honum og hann er svo færður niður um eina hæð og byggð átján hótelherbergi fyrir ofan hann,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, stjórnarmaður í Lindarvatni ehf.Stöð 2/Arnar Vel sé hins vegar hugsað fyrir hljóðvist þannig að hótelgestir verði ekkert varir við það þótt spiluð væri dúndrandi rokktónlist í salnum. Í kjallara undir mjög stóru anddyri í nýbyggingu hótelsins verður líkamsræktar- og afslöppunaraðstaða þar sem ekki ætti að væsa um neinn. Þar má meðal annars finna með stærstu heitum pottum á Íslandi. En eins og allir vita eru öll helstu vandamál heimsins leyst í heitum pottum. Í þessum potti gætu átt sér stað heldur betur fjölmennar umræður. Stöð 2/Arnar Hvað eruð þið langt komnir með þetta stóra verkefni? „Þetta verkefni er á lokametrunum. Við köllum það að vera í innansleikjunum núna. Það er bara lokafrágangur eftir. Öll hótelherbergi eru tilbúin og það eru svona ýmis stoðrými sem verið er að klára frágang í,“ segir Guðmundur Tryggvi. Hann kemur að byggingu hótelsins fyrir hönd Lindarvatns ehf. en hefur áður komið að uppbyggingu hótela hjá Icelandair Group. Hann hóf reyndar starfsævina barnungur sem sendill hjá Pósti og síma. „Já, ég var skeytasendill í þessu húsi þegar ég var tólf ára. Það er gaman að sjá hvernig þetta hefur tekist til. Það er mikil prýði af verkefninu fyrir Austurvöll,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.. Stöð 2/Arnar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Tæknirisar takast á Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Svona var umhorfs í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll þegar við litum þar inn fyrir rúmum þremur árum þegar framkvæmdir við hótelið voru á byrjunarstigi. Síðan þá hefur viðbygging frá því um 1970 verið rifin og ný hús byggð í staðinn og NASA salurinn sömuleiðis rifinn og endurbyggður. Klukkan er farinn að ganga á austurgafli á nýju hóteli Icelandair við Austurvöll og það styttist í að þetta stóra verkefni klárist. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson stjórnarmaður í Lindarvatni ehf. Sem ser um byggingu hótelsins segir hundrað fjörtíu og átta herbergi og ýmsa aðra þjónust fyrir gesti og gangandi verða á hótelinu. „Já þetta er flókið verkefni. Hérna voru fimm byggingar sameinaðar. Gamli Kvennaskólinn var fluttur af grunni sínum og steyptur nýr undir hann og flutt. NASA salurinn sjálfur sem við horfum á hérna er endurbyggður alveg í sinni upprunalegu mynd. Það er ekki eitt gamalt efni í honum og hann er svo færður niður um eina hæð og byggð átján hótelherbergi fyrir ofan hann,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, stjórnarmaður í Lindarvatni ehf.Stöð 2/Arnar Vel sé hins vegar hugsað fyrir hljóðvist þannig að hótelgestir verði ekkert varir við það þótt spiluð væri dúndrandi rokktónlist í salnum. Í kjallara undir mjög stóru anddyri í nýbyggingu hótelsins verður líkamsræktar- og afslöppunaraðstaða þar sem ekki ætti að væsa um neinn. Þar má meðal annars finna með stærstu heitum pottum á Íslandi. En eins og allir vita eru öll helstu vandamál heimsins leyst í heitum pottum. Í þessum potti gætu átt sér stað heldur betur fjölmennar umræður. Stöð 2/Arnar Hvað eruð þið langt komnir með þetta stóra verkefni? „Þetta verkefni er á lokametrunum. Við köllum það að vera í innansleikjunum núna. Það er bara lokafrágangur eftir. Öll hótelherbergi eru tilbúin og það eru svona ýmis stoðrými sem verið er að klára frágang í,“ segir Guðmundur Tryggvi. Hann kemur að byggingu hótelsins fyrir hönd Lindarvatns ehf. en hefur áður komið að uppbyggingu hótela hjá Icelandair Group. Hann hóf reyndar starfsævina barnungur sem sendill hjá Pósti og síma. „Já, ég var skeytasendill í þessu húsi þegar ég var tólf ára. Það er gaman að sjá hvernig þetta hefur tekist til. Það er mikil prýði af verkefninu fyrir Austurvöll,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.. Stöð 2/Arnar
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Tæknirisar takast á Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira