Allt að verða klárt á nýju hóteli við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2021 19:08 NASA salurinn hefur verið rifinn og endurbyggður. Stöð 2/Arnar Það er allt að verða klárt í nýrri hótelbyggingu Icelandair hótelanna við Austurvöll sem áætlanir reikna með að hefji starfsem í vor. Byggingaframkvæmdirnar voru mjög flóknar enda þurfti að sameina fimm byggingar í eina. Svona var umhorfs í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll þegar við litum þar inn fyrir rúmum þremur árum þegar framkvæmdir við hótelið voru á byrjunarstigi. Síðan þá hefur viðbygging frá því um 1970 verið rifin og ný hús byggð í staðinn og NASA salurinn sömuleiðis rifinn og endurbyggður. Klukkan er farinn að ganga á austurgafli á nýju hóteli Icelandair við Austurvöll og það styttist í að þetta stóra verkefni klárist. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson stjórnarmaður í Lindarvatni ehf. Sem ser um byggingu hótelsins segir hundrað fjörtíu og átta herbergi og ýmsa aðra þjónust fyrir gesti og gangandi verða á hótelinu. „Já þetta er flókið verkefni. Hérna voru fimm byggingar sameinaðar. Gamli Kvennaskólinn var fluttur af grunni sínum og steyptur nýr undir hann og flutt. NASA salurinn sjálfur sem við horfum á hérna er endurbyggður alveg í sinni upprunalegu mynd. Það er ekki eitt gamalt efni í honum og hann er svo færður niður um eina hæð og byggð átján hótelherbergi fyrir ofan hann,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, stjórnarmaður í Lindarvatni ehf.Stöð 2/Arnar Vel sé hins vegar hugsað fyrir hljóðvist þannig að hótelgestir verði ekkert varir við það þótt spiluð væri dúndrandi rokktónlist í salnum. Í kjallara undir mjög stóru anddyri í nýbyggingu hótelsins verður líkamsræktar- og afslöppunaraðstaða þar sem ekki ætti að væsa um neinn. Þar má meðal annars finna með stærstu heitum pottum á Íslandi. En eins og allir vita eru öll helstu vandamál heimsins leyst í heitum pottum. Í þessum potti gætu átt sér stað heldur betur fjölmennar umræður. Stöð 2/Arnar Hvað eruð þið langt komnir með þetta stóra verkefni? „Þetta verkefni er á lokametrunum. Við köllum það að vera í innansleikjunum núna. Það er bara lokafrágangur eftir. Öll hótelherbergi eru tilbúin og það eru svona ýmis stoðrými sem verið er að klára frágang í,“ segir Guðmundur Tryggvi. Hann kemur að byggingu hótelsins fyrir hönd Lindarvatns ehf. en hefur áður komið að uppbyggingu hótela hjá Icelandair Group. Hann hóf reyndar starfsævina barnungur sem sendill hjá Pósti og síma. „Já, ég var skeytasendill í þessu húsi þegar ég var tólf ára. Það er gaman að sjá hvernig þetta hefur tekist til. Það er mikil prýði af verkefninu fyrir Austurvöll,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.. Stöð 2/Arnar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Svona var umhorfs í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll þegar við litum þar inn fyrir rúmum þremur árum þegar framkvæmdir við hótelið voru á byrjunarstigi. Síðan þá hefur viðbygging frá því um 1970 verið rifin og ný hús byggð í staðinn og NASA salurinn sömuleiðis rifinn og endurbyggður. Klukkan er farinn að ganga á austurgafli á nýju hóteli Icelandair við Austurvöll og það styttist í að þetta stóra verkefni klárist. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson stjórnarmaður í Lindarvatni ehf. Sem ser um byggingu hótelsins segir hundrað fjörtíu og átta herbergi og ýmsa aðra þjónust fyrir gesti og gangandi verða á hótelinu. „Já þetta er flókið verkefni. Hérna voru fimm byggingar sameinaðar. Gamli Kvennaskólinn var fluttur af grunni sínum og steyptur nýr undir hann og flutt. NASA salurinn sjálfur sem við horfum á hérna er endurbyggður alveg í sinni upprunalegu mynd. Það er ekki eitt gamalt efni í honum og hann er svo færður niður um eina hæð og byggð átján hótelherbergi fyrir ofan hann,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, stjórnarmaður í Lindarvatni ehf.Stöð 2/Arnar Vel sé hins vegar hugsað fyrir hljóðvist þannig að hótelgestir verði ekkert varir við það þótt spiluð væri dúndrandi rokktónlist í salnum. Í kjallara undir mjög stóru anddyri í nýbyggingu hótelsins verður líkamsræktar- og afslöppunaraðstaða þar sem ekki ætti að væsa um neinn. Þar má meðal annars finna með stærstu heitum pottum á Íslandi. En eins og allir vita eru öll helstu vandamál heimsins leyst í heitum pottum. Í þessum potti gætu átt sér stað heldur betur fjölmennar umræður. Stöð 2/Arnar Hvað eruð þið langt komnir með þetta stóra verkefni? „Þetta verkefni er á lokametrunum. Við köllum það að vera í innansleikjunum núna. Það er bara lokafrágangur eftir. Öll hótelherbergi eru tilbúin og það eru svona ýmis stoðrými sem verið er að klára frágang í,“ segir Guðmundur Tryggvi. Hann kemur að byggingu hótelsins fyrir hönd Lindarvatns ehf. en hefur áður komið að uppbyggingu hótela hjá Icelandair Group. Hann hóf reyndar starfsævina barnungur sem sendill hjá Pósti og síma. „Já, ég var skeytasendill í þessu húsi þegar ég var tólf ára. Það er gaman að sjá hvernig þetta hefur tekist til. Það er mikil prýði af verkefninu fyrir Austurvöll,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.. Stöð 2/Arnar
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira