Handbolti

Afturelding áfram stigalaus eftir tap fyrir HK

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir Vísir/Bára Huld

HK vann sigur á lánlausri Aftureldingu í Olísdeild kvenna í dag. HK byrjaði mun betur og þrátt fyrir baráttu Mosfellinga í lokin þá fóru stigin tvö í Kópavoginn. Lokatölur 20-23.

Aftureldingarkonur sátu á botninum í Olísdeild kvenna fyrir leikinn og voru aukinheldur án stiga. HK kom inn í leikinn sem sigurstranglegri aðilinn með tvo sigra í fyrstu sex leikjunum.

HK var heldur ekkert að tvínóna við hlutina heldur kærðu leikmenn Kópavogsliðsins hreinlega yfir Afuteldingu í upphafi og komust fljótlega í 0-5 og skömmu síðar 1-7 og öllum ljóst á þessum tímapunkti hvort liðið væri líklegra til þess að sigurinn.

Mosfellingar náðu samt að minnka muninn í þrjú mörk, 6-9 og 7-10. Þá kom aftur sterkur kafli hjá HK og það voru gestirnir sem leiddu í hálfleik, 9-15. Síðari hálfleikurinn var svo að miklu leiti formsatriði þar sem HK náði mest átta marka forystu, 19-11. Gestirnir slökuðu svo á í lokin og Aftureldingu tókst að minnka muninn. Breyttu stöðunni úr 12-20 í 20-22 með lítið eftir af leiknum. Nær komust þær þó ekki og HK fagnaði þriggja marka sigri, 20-23,

Jóhanna Markrét Sigurðardóttir skoraðitíu mörk fyrir HK en Sylvía Björt Blöndal skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu sem er enn að leita að fyrsta sigrinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.