Viðskipti innlent

Ís­lands­stofa aug­lýsir Ís­land með gríni á kostnað Zucker­bergs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jörundur Ragnarsson í gervi Zack Mosbergssonar.
Jörundur Ragnarsson í gervi Zack Mosbergssonar. Skjáskot.

Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook.

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti á dögunum um að fyrirtækið væri að vinna að nýjum sýndarveruleikaheim sem nefnist Metaverse. Var Zuckerberg fyrirferðarmikill í kynningu á fyrirbærinu, sem fékk mikla athygli.

Íslandsstofa virðist hafa séð sér leik á borði við að nýta athyglina sem Metaverse fékk til þess að kynna Ísland.

Þannig hefur Inspired by Iceland, herferð sem ætlað er að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn, birt nýtt myndband þar sem sjá má leikarann Jörund Ragnarsson kynna til leiks hinn svokallaða Icelandverse.

Jörundur bregður sér í hlutverk Zack Mosbergssonar í kynningunni sem er augljóslega byggð á kynningu Zuckerberg á Metaverse.

Sjá má myndbandið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali

Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019.

Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins

Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum.

Facebook breytir um nafn

Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.