Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Eiður Þór Árnason skrifar 11. nóvember 2021 11:45 Mikil spenna er enn á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira