Í tilkynningu segir að Erik hafi verið ráðinn mannauðsstjóri, Gunnar Kristinn forstöðumaður viðskiptaþróunar og Sigrún rekstrar- og fjármálastjóri.
„Erik Christianson Chaillot hefur verið ráðinn mannauðsstjóri KPMG
Síðastliðin sex og hálft ár hefur Erik starfað sem mannauðsstjóri hjá Kearney, alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki, í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Erik starfaði síðast á Íslandi hjá Capacent á ráðningarsviði og var hjá Nýherja þar á undan. Hann er með Bsc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og Msc. í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsmál frá UNSW Business School í Ástralíu. Hann situr í framkvæmdastjórn og mun bera ábyrgð á mótun og innleiðingu mannauðsstefnu félagsins og stuðning við rekstur einstakra sviða.
Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar KPMG
Gunnar hefur yfir 20 ára reynslu í markaðsmálum og viðskiptaþróun. Hann er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Skotlandi. Gunnar starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Isavia þar sem hann stýrði markaðs og samskiptamálum fyrirtækisins. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka þar sem hann starfaði við viðskiptarþróun, samskipta- og markaðsmál. Þá sat hann í stjórn ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks á Íslandi frá 2017-2020. Gunnar ber ábyrgð á innleiðingu og mótun á stefnu félagsins í viðskiptaþróun og mun styðja við rekstur einstakra sviða.
Sigrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrar- og fjármálastjóri KPMG Sigrún starfaði áður hjá Origo sem Forstöðumaður yfir Reikningshaldi og áður sem Forstöðumaður yfir Fjárstýringu og Hagdeild. Sigrún er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi. Hún hefur einnig lokið MBA gráðu frá Oxford Brookes Háskóla í Englandi. Sigrún ber ábyrgð á rekstri stoðsviðs KPMG og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Hún ber einnig ábyrgð á innleiðingu á stefnu félagsins ásamt því að styðja við rekstur og stefnumótun einstakara sviða,“ segir í tilkynningunni.