Tísku slökkvitæki? Anna Málfríður Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun