Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 20:10 Daníel Guðni og lærisveinar hans í Grindavík eru komnir í toppsæti Subway-deildarinnar. Vísir / Bára „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35