Viðskipti innlent

Opna Bæjarins beztu á Kefla­víkur­flug­velli: „Fyrsta skrefið í átt að út­rás“

Atli Ísleifsson skrifar
Staðinn er að finna þegar komið er út fyrir komuhliðið.
Staðinn er að finna þegar komið er út fyrir komuhliðið. Bæjarins bezta

Bæjarins beztu pylsur opnuðu í morgun sölustað á Keflavíkurflugvelli og er um að ræða sjöunda staðinn á landinu.

Guðrún Björk Kristmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að þetta hafi borið brátt að og að ákveðið hafi verið að fara í samstarf við 10/11. Staðinn sé að finna þegar komið er út fyrir komuhliðið og hugsunin því sú að Íslendingar og ferðamenn geti gætt sér á þjóðarréttinum skömmu eftir heimkomu.

„Eigum við ekki líka að segja að þetta sé fyrsta skrefið í átt að útrás Bæjarins bezta,“ segir Guðrún Björk létt í bragði.

Hún segir að verðið verði það sama þarna og á öðrum stöðu Bæjarins bezta. „Þetta er jú fyrir utan komuhlið svo það þarf að borga virðisaukaskattinn. Það er því sama verð þarna og annars staðar.“


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×