Ísland eykur framlag sitt til loftslagstengdrar þróunarsamvinnu Heimsljós 3. nóvember 2021 15:30 Viðburðurinn á að varpa ljósi á árangur þróunarríkja við að takast á við loftlagsbreytingar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ávarpaði í dag viðburð Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem haldinn var af tilefni loftlagsráðstefnunarinnar í Glasgow, COP26. Þar tilkynnti hann jafnframt þátttöku Íslands í fjármögnun verkefnis UNDP til stuðnings loftslagstengdrar þróunarsamvinnu. Framlag Íslands nemur 150 milljónum króna til næstu þriggja ára. „Ísland er staðfast í að leggja sín lóð á vogarskálarnar þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftlagsbreytingum. Aðstoð við þróunarríki er lykilatriði og við munum halda áfram að auka framlög okkar til loftlagstengdrar þróunarsamvinnu. Hér spilar stuðningur okkar við verkefni UNDP mikilvægan þátt og við hlökkum til samstarfsins,“ sagði ráðherra meðal annars í ávarpi sínu. Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á árangur þróunarríkja við að takast á við loftlagsbreytingar, og þá sérstaklega hvernig UNDP og samstarfaðilar hafa, undir verkefninu „UNDP Climate Promise“, aðstoðað 120 þróunarríki við að skila metnaðarfullum landsákvörðuðum framlögum til Parísarsamningsins. Þá var einnig tilkynnt um næsta áfanga verkefnisins, sem miðar að því veita breiðan stuðning til hundrað þróunarríkja við framkvæmd landsákvarðaðra framlaga þeirra. UNDP er leiðandi stofnun á sviði umhverfistengdrar þróunarsamvinnu og spilar lykilhlutverk í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við framkvæmd Parísarsamningsins í þróunarríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ávarpaði í dag viðburð Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem haldinn var af tilefni loftlagsráðstefnunarinnar í Glasgow, COP26. Þar tilkynnti hann jafnframt þátttöku Íslands í fjármögnun verkefnis UNDP til stuðnings loftslagstengdrar þróunarsamvinnu. Framlag Íslands nemur 150 milljónum króna til næstu þriggja ára. „Ísland er staðfast í að leggja sín lóð á vogarskálarnar þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftlagsbreytingum. Aðstoð við þróunarríki er lykilatriði og við munum halda áfram að auka framlög okkar til loftlagstengdrar þróunarsamvinnu. Hér spilar stuðningur okkar við verkefni UNDP mikilvægan þátt og við hlökkum til samstarfsins,“ sagði ráðherra meðal annars í ávarpi sínu. Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á árangur þróunarríkja við að takast á við loftlagsbreytingar, og þá sérstaklega hvernig UNDP og samstarfaðilar hafa, undir verkefninu „UNDP Climate Promise“, aðstoðað 120 þróunarríki við að skila metnaðarfullum landsákvörðuðum framlögum til Parísarsamningsins. Þá var einnig tilkynnt um næsta áfanga verkefnisins, sem miðar að því veita breiðan stuðning til hundrað þróunarríkja við framkvæmd landsákvarðaðra framlaga þeirra. UNDP er leiðandi stofnun á sviði umhverfistengdrar þróunarsamvinnu og spilar lykilhlutverk í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við framkvæmd Parísarsamningsins í þróunarríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent