Körfubolti

Martin með áttatíu stig og tuttugu stoðsendingar í október

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson spilaði mjög vel með Valencia í októbermánuði.
Martin Hermannsson spilaði mjög vel með Valencia í októbermánuði. Getty/Mike Kireev

Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson átti flottan októbermánuð með Valencia í spænsku deildinni.

Martin endaði mánuðinn með því að skora 16 stig í naumu tapi á móti Coosur Betis um helgina.

Martin lék fimm deildarleiki í mánuðinum og náði skora tíu stig eða meira í þeim öllum þar af 17,5 stig að meðaltali í síðustu fjórum leikjunum.

Martin átti tuttugu stiga leiki á móti bæði Real Madrid og MoraBanc Andorra í þessum mánuði sem það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í ACB deildinni.

Alls skoraði Martin 80 stig og gaf 20 stoðsendingar í deildarleikjunum fimm í október sem gera 16 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Martin er eins og er í 15. sæti í bæði stigaskori og stoðsendingum í spænsku deildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×