Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi í septem­ber 3,5 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hefur ekki verið lægra síðan í mars 2020 þegar það mældist 2,8 prósent.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hefur ekki verið lægra síðan í mars 2020 þegar það mældist 2,8 prósent. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi á landinu í september síðastliðinn, árstíðaleiðrétt, mældist 3,5 prósent samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Á vef Hagstofunnar segir að árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka hafi verið 79,5 prósent og hlutfall starfandi 75,6 prósent. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hafi ekki verið lægra síðan í mars 2020 þegar það mældist 2,8 prósent.

„Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi lækkaði um 1,5 prósentustig á milli mánaða á meðan ársíðaleiðrétt hlutfall starfandi jókst um 0,4 prósentustig. Árstíðaleiðrétt leitni atvinnuleysis hefur dregist saman um 0,9 prósentustig síðustu sex mánuði og leitni hlutfalls starfandi hefur aukist um 2,4 prósentustig,“ segir á vef Hagstofunnar.

Ennfremur segir að án árstíðaleiðréttingar sé áætlað að 207.900 (±6.800) einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára hafi verið á vinnumarkaði í september 2021 sem jafngildir 78,2 prósenta (±2,6) atvinnuþátttaka.

„Í september 2021 er áætlað að 26.200 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu (slaki) sem jafngildir 12,1% af samanlögðu vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 22,5% atvinnulausir, 28,4% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 7,5% í atvinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 41,6% vinnulitlir (starfandi í hlutastarfi og vilja vinna meira). Samanburður við september 2020 sýnir að hlutfall þeirra sem hafa óuppfyllta þörf fyrir atvinnu hefur lækkað um 1,4 prósentustig á milli ára. Árstíðaleiðrétt leitni slaka hefur nánast staðið í stað síðustu þrjá mánuði en lækkað um 0,4 prósentustig á síðustu sex mánuðum.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,76
12
188.387
SJOVA
1,07
12
215.193
MAREL
0,96
36
750.138
SYN
0,76
3
20.834
SKEL
0,32
7
115.257

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
10
152.594
ARION
-1,08
21
560.451
LEQ
-0,89
3
13.669
SIMINN
-0,8
11
143.448
KVIKA
-0,79
21
322.921
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.