Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 00:08 Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Getty/Chesnot Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace.
Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39