Handbolti

Stefán: Gerðum þá breytingu að spila vörnina eins og við ætluðum að gera

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var glatt yfir Stefáni Arnarsyni eftir sigur Fram á KA/Þór.
Það var glatt yfir Stefáni Arnarsyni eftir sigur Fram á KA/Þór. vísir/hulda margrét

Stefán Arnarson var ánægður með hvernig Fram sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik gegn KA/Þór í dag.

Fram var þremur mörkum undir í hálfleik, 11-14, en allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik sem það vann, 16-11, og leikinn, 27-25.

„Við spiluðum betri vörn. Við spiluðum góða vörn fyrstu tíu mínúturnar en svo gáfum við of auðvelt mörk. Og við spiluðum við lengri sóknir. Þær voru alltof stuttar í fyrri hálfleik. Um leið og við spilum aðeins lengur fengum við alltaf færi. Við gerðum það vel í seinni hálfleik,“ sagði Stefán í samtali við Vísi í leikslok.

Fram skoraði aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í fyrri hálfleik en í þeim seinni gerði liðið sjö slík.

„Við keyrðum meira í seinni hálfleik. Karen [Knútsdóttir] kom í vörnina og það breytir miklu að hafa hana í seinni bylgjunni. Það skilaði nokkrum mörkum,“ sagði Stefán.

En gerði hann einhverjar áherslubreytingar á vörninni í hálfleik?

„Við gerðum þá breytingu að spila vörnina eins og við ætluðum að gera,“ svaraði Stefán.

Hann er mjög sáttur með hvernig Framkonur svöruðu fyrir sig í seinni hálfleiknum í dag.

„Ég er mjög ánægður að snúa þessu við, klára þetta og vinna þetta hörkulið eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Stefán að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.