T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2021 23:01 T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends. Colin Young-Wolff/Riot Games Inc. via Getty Images Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega. Spilað er svokallað Bo5 fyrirkomulag, en fyrra liðið til að vinna þrjár af fimm viðureignum fer áfram. Fyrsti leikur dagsins var sá jafnasti af þeim öllum, en nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Fljótlega eftir það fóru leikmenn T1 að byggja upp forskot og eftir 33 mínútur af League of Legends var forystan orðin of stór og T1 var komið 1-0 yfir. 1-0:@T1LoL with a dominating performance in game 1! #Worlds2021 pic.twitter.com/5rVvuAfCHP— LoL Esports (@lolesports) October 22, 2021 Í rauninni er óþarfi að eyða of mörgum orðum í seinni tvær viðureignir dagsins, svo miklir voru yfirburðir T1. Í öðrum leik liðanna tóku þeir forystuna eftir rétt rúmar tíu mínútur og unnu sannfærandi sigur tuttugu mínútum seinna. Þriðji og seinasti sigur dagsins var svo líklega sá öruggasti, en þá tóku leikmenn T1 forystuna einnig eftir um tíu mínútna leik. Í framhaldinu á því gjörsamlega keyrðu þeir yfir Hanwha Life og tryggðu sig örugglega inn í undanúrslit Heimsmeistaramótsins. Þar munu þeir mæta annað hvort evrópska liðinu MAD Lions eða ríkjandi heimsmeisturum, DWG KIA. SEMIFINALISTS #Worlds2021 pic.twitter.com/Kjne9gCZPk— LoL Esports (@lolesports) October 22, 2021 Átta liða úrslitin halda áfram á morgun, en þá eigast við Royal Never Give Up og Edward Gaming. Rétt eins og í dag hefst útsending á Stöð 2 eSport klukkan 12:00. Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti
Spilað er svokallað Bo5 fyrirkomulag, en fyrra liðið til að vinna þrjár af fimm viðureignum fer áfram. Fyrsti leikur dagsins var sá jafnasti af þeim öllum, en nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Fljótlega eftir það fóru leikmenn T1 að byggja upp forskot og eftir 33 mínútur af League of Legends var forystan orðin of stór og T1 var komið 1-0 yfir. 1-0:@T1LoL with a dominating performance in game 1! #Worlds2021 pic.twitter.com/5rVvuAfCHP— LoL Esports (@lolesports) October 22, 2021 Í rauninni er óþarfi að eyða of mörgum orðum í seinni tvær viðureignir dagsins, svo miklir voru yfirburðir T1. Í öðrum leik liðanna tóku þeir forystuna eftir rétt rúmar tíu mínútur og unnu sannfærandi sigur tuttugu mínútum seinna. Þriðji og seinasti sigur dagsins var svo líklega sá öruggasti, en þá tóku leikmenn T1 forystuna einnig eftir um tíu mínútna leik. Í framhaldinu á því gjörsamlega keyrðu þeir yfir Hanwha Life og tryggðu sig örugglega inn í undanúrslit Heimsmeistaramótsins. Þar munu þeir mæta annað hvort evrópska liðinu MAD Lions eða ríkjandi heimsmeisturum, DWG KIA. SEMIFINALISTS #Worlds2021 pic.twitter.com/Kjne9gCZPk— LoL Esports (@lolesports) October 22, 2021 Átta liða úrslitin halda áfram á morgun, en þá eigast við Royal Never Give Up og Edward Gaming. Rétt eins og í dag hefst útsending á Stöð 2 eSport klukkan 12:00.
Rafíþróttir League of Legends Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti