Viðskipti innlent

For­sýna The Reyka­vík Edition þann 9. nóvember

Eiður Þór Árnason skrifar
Teikning af Tides, veitingastað hótelsins.
Teikning af Tides, veitingastað hótelsins. marriott

Lúxushótelið The Reykjavík Edition verður opnað í sérstakri forsýningu þann 9. nóvember en hótelið tók við sínum fyrstu gestum nú fyrr í mánuðinum.

Alls eru 253 herbergi og svítur á hótelinu sem er hugarfóstur hönnuðarins og frumkvöðulsins Ian Schrager og Marriott International hótelkeðjunnar.

The Reykjavík Edition skartar sömuleiðis veitingastað, börum, næturklúbb og því sem forsvarsmenn kalla „félagslegt vellíðunarrými.“

Teikning af barnum á jarðhæðinni.marriott

Þetta kemur fram í tilkynningu frá The Reykjavík Edition. Veitingastaðnum Tides verður stýrt af Gunnari Karli Gíslasyni sem er þekktur fyrir að vera kokkurinn á við Dill, handhafa New Nordic Michelin-stjörnunnar. 

Síðar á þessu ári verður svo hægt að finna neðanjarðarklúbbinn Sunset í kjallara hótelsins. Þar verður hægt að finna háþróað hljóðkerfi og „leikræna lýsingu sem lýsir upp töff, dökka steinsteypta innréttingu með svörtum steyptum bar.“

Hótelið, sem stendur við Hörpu, er hannað undir leiðsögn ISC design, hönnunarfyrirtækis Ian Schrager Company, í samstarfi við íslensku arkitektastofuna T.ark og Roman and Williams í New York. 

Upphaflega stóð til að opna hótelið árið 2018.marriott

Framhlið byggingarinnar er úr shou sugi ban-timbri, sem hefur verið sótað svart með aldagamalli japanskri tækni, og svertum stálrömmum sem eiga að minna á hraunið í landslagi Íslands.


Tengdar fréttir

Það er slúðrað mest í Reykjavík

Þetta er eins og að gefa út tímarit, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur, segir framkvæmdastjóri Marriott Edition hótelanna. Mikil leynd hvílir yfir byggingunni og því hafa margar sögur komist á kreik.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,88
91
335.942
SKEL
2,17
6
872
SIMINN
2,12
24
763.993
ARION
1,09
23
407.426
FESTI
0,92
4
94.132

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,28
7
120.830
ORIGO
-0,75
4
25.865
ICESEA
0
2
745
REITIR
0
6
47.652
ISB
0
50
558.361
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.