Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 11:28 Íslensk skip mega veiða allt að 662.064 tonn á komandi vertíð. Vísir/KMU Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda. Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda.
Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29