Viðskipti innlent

Sigur­jón Kjartans­son hættir hjá RVK Stu­dios

Jakob Bjarnar skrifar
Sigurjón Kjartansson hefur sagt upp störfum hjá RVK Studios, kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks. Hann segist vilja vera frjáls maður á frjálsum markaði.
Sigurjón Kjartansson hefur sagt upp störfum hjá RVK Studios, kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks. Hann segist vilja vera frjáls maður á frjálsum markaði. universal/atli geir

Sigurjón Kjartansson yfirmaður þróunarsviðs hefur sagt upp störfum hjá kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks og hyggst starfa sjálfstætt.

Sigurjón staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun. Hann lætur af störfum fyrsta desember. Sigurjón segir að það útiloki ekki að hann muni starfa áfram undir merkjum RVK Studios í framtíðinni en hann sé nú hættur sem fastur starfsmaður.

Sigurjón hefur undanfarin ár gengt stöðu yfirmanns þróunarsviðs (e. Head of development) og tekur fram í samtali við blaðamann Vísis að ástæða uppsagnarinnar sé sú að hann stefni að því starfa sjálfstætt að verkefnum sem kunna að koma upp. „Ég er í rauninni að koma mér í að vera frjáls maður á frjálsum markaði. Ekkert annað sem býr að baki.“

Skjáskot af IMDb, helstu kvikmyndabiblíu netsins. Eftir Sigurjón Kjartansson liggur mikið efni eins og tilgreint er þar, en hann hefur verið mikilvirkastur Íslendinga í að skrifa handrit fyrir sjónvarp.

Gerði handritsgerð að sérsviði sínu

Sigurjón hefur verið mikilvirkur handritshöfundur sjónvarpsþátta á undanförnum áratugum og hefur meðal annars komið að gerð Ófærðar og Kötlu, þátta sem hafa vakið mikla athygli bæði hér á Íslandi sem og erlendis. 

Sigurjón vakti fyrst athygli í útvarpi, sem annar umsjónarmanna Tvíhöfða og svo sem helsti forsprakki hinna fornfrægu sjónvarpsþátta Fóstbræðra. Hann er með þeim fyrstu sem gerir handritsgerð sjónvarpsþátta að sérsviði sínu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,06
56
160.868
EIK
1,18
5
173.440
ARION
1,09
21
177.232
VIS
0,75
3
41.610
SYN
0,75
5
14.538

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-0,85
7
97.115
SIMINN
-0,81
7
39.306
KVIKA
-0,8
11
90.984
SJOVA
-0,53
7
79.140
MAREL
-0,48
9
31.524
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.