Viðskipti innlent

Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi.
Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Stöð 2

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum.

Frá því í sumar hefur víða borið á vöruskorti í verslunum hér á landi. Hjá IKEA eru það fyrst og fremst vandræði með sjóflutningsleiðir sem skýra tómar hillur á lagernum.

„Helstu vandræðin eru frá Asíu, Kyrrahafssvæðinu og yfir til Evrópu og Bandaríkjanna. það er leiðin til að bregðast við þessu, það er leiðin til að rbegðast við þessu, það er reynt að fá vörur frá Evrópu eða nær,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi.

Vörur berist yfirleitt á endanum - en komið hefur fyrir að þurft hafi að skammta þær viðskiptavinum.

„Einhverjar vörur eru mjög vinsælar og svo þegar framboðið eykst þarf að passa að allir fái eitthvað.“ Guðný segir að ástandið verði viðvarandi eitthvað áfram en vonandi muni horfa til betri vegar á næsta ári.

Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón

Hjá bílasölum er það framleiðsluvandi og íhlutaskortur sem sett hefur strik í reikninginn. Vandinn hefur ágerst síðustu mánuði, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Biðtími eftir nýjum bílum hafi lengst verulega.

„Kúnninn oft sættir sig við kannski sextíu daga en þetta getur verið að teygjast upp í 90, 100 daga.“

Þá ríki oft algjör óvissa um hvenær þeir berist.

„Við erum að lenda í málum eins og til dæmis með Volvo, sem er okkar sterkasta vörumerki, við höfum varla fengið bíl í ágúst og september en svo í gær fengum við tölvupóst: þið eruð að fá þrjú hundruð og fjörutíu bíla á næstu þremur mánuðum.“

Ástandið byrju líklega að skána næsta vor.

„Verður sennilega leyst næsta haust en það er eins og með mörg vandamál, þau verða alveg rosalega erfið áður en þau fara að batna,“ segir Egill.

Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið má sjá hér fyrir neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
30
1.117.086
SYN
0,75
16
199.474
KVIKA
0,4
33
1.407.803
LEQ
0,17
3
31.111
BRIM
0
7
2.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,38
39
617.904
ICESEA
-1,95
5
43.538
ARION
-1,61
38
527.786
ICEAIR
-1,52
32
40.936
ORIGO
-1,44
13
187.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.