Rúnar ósáttur við bannið: Ömurlegt að menn giski á allt hið versta frá mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 15:06 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, er afar ósáttur með bannið sem hann var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn KA á laugardaginn. Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira