Viðskipti innlent

Spá að verð­bólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði

Eiður Þór Árnason skrifar
Hagfræðideild Landsbankans telur að það muni draga úr hækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum. 
Hagfræðideild Landsbankans telur að það muni draga úr hækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum.  Vísir/Vilhelm

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar.

Verðbólga mældist 4,4% í september og hækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Þar voru áhrif reiknaðrar húsaleigu voru umtalsvert meiri en hagfræðideild Landsbankans reiknaði með en á móti lækkuðu flugfargjöld meira.

„Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist hún 3,3% í september en hún sló hæst í 4,7% í janúar. Við spáum því að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,4% í október,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði

Bankinn telur að draga muni úr verðhækkunum á íbúðamarkaði á næstu mánuðum sem muni styðja við hjöðnun verðbólgunnar.

Í september hækkaði húsnæðisverð í vísitölunni um 1,75% milli mánaða. Reiknuð húsaleiga hækkaði um tæplega 1,72%, en áhrif vaxtabreytinga voru tæplega 0,03%.

„Þetta var mun meiri hækkun reiknaðrar húsaleigu en við áttum von á. Við spáðum því að hún myndi hækka um 0,8%. Við eigum von á að það dragi úr hækkunartakti húsnæðisverðs og að áhrif vaxtabreytinga til lækkunar á reiknaða húsaleigu hverfi alveg næstu mánuði. Áhrif lækkandi íbúðarlánavaxta á undanförnum misserum hafa dregið úr verðbólgu í gegnum reiknaða húsaleigu. Hækkun vaxta á íbúðalánum munu því að sama skapi hafa áhrif til aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

Miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði eftir að faraldurinn skall á. Vísir/Vilhelm

Verðbólga nái hámarki í desember

Töluverð óvissa er sögð vera um þróun verðbólgunnar næstu misseri. Ef litið er lengra fram í tímann gerir hagfræðideildin ráð fyrir að verðbólga bæði með og án húsnæðis nái hámarki í desember. Síðan muni draga nokkuð hratt úr verðbólgu á báða þessa mælikvarða.

Miklar hækkanir hafa verið á bensíni og dísilolíu að undanförnu samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu.

Hagfræðideildin spáir því að verð á bensíni og dísilolíu hækki um 3,5% í október og 2,4% í nóvember. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða hækkun á dælueldsneyti verða tæp 24% í nóvember. Á þessu tímabili mun heimsmarkaðsverð olíu hafa hækkað um 86%. Minni hækkun á eldsneyti á dælu skýrist af því að hluti af opinberum gjöldum er föst krónutala.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,54
93
480.650
BRIM
0,66
6
85.234
ISB
0,65
24
18.425
SKEL
0,65
3
46.782
REGINN
0,61
2
10.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,7
2
36.979
EIM
-0,69
5
2.865
SJOVA
-0,53
3
27.749
MAREL
-0,49
33
449.126
FESTI
-0,43
3
33.448
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.